Sólskinsbarn
Í kvöld birtist pósturinn með böggul merktan Álfheiði Unu. Álfheiður sem var komin upp í rúm og var að hlusta á kvöldsöguna sína veðraðist öll upp og opnaði böggulinn. Í ljós kom sumargjöf í gjafapappír frá ömmu og afa í Ljósó. Eftir smávegis vangaveltur sannfærðum við hvert annað, þá öll komin upp í rúm að skoða pakkann, að amma og afi myndu áræðanlega leyfa Álfheiði að opna pakkann strax. Úr gjafaumbúðunum kom áritað eintak af hinni nýútgefnu barnabók Huldu frænku, Sólskinsbarn.
Þetta vakti mikla undrun og ánægju þar sem ekkert okkar var kunnugt um að Hulda væri að skrifa bók. Bókin sem var verið að lesa var um leið sett til hliðar og fyrsti kaflinn í Sólskinsbarni lesinn.
Innihaldið lofar góðu og óskum við Huldu frænku til hamingju með nýju bókina. Um leið sendir Álfheiður afa sínum og ömmu kærar þakkir fyrir sendinguna í von um að það hafi verið í lagi að taka smá forskot á sumarið.
Þetta vakti mikla undrun og ánægju þar sem ekkert okkar var kunnugt um að Hulda væri að skrifa bók. Bókin sem var verið að lesa var um leið sett til hliðar og fyrsti kaflinn í Sólskinsbarni lesinn.
Innihaldið lofar góðu og óskum við Huldu frænku til hamingju með nýju bókina. Um leið sendir Álfheiður afa sínum og ömmu kærar þakkir fyrir sendinguna í von um að það hafi verið í lagi að taka smá forskot á sumarið.