sunnudagur, mars 25, 2007

Gerður systir á afmæli í dag

Hjartanlegar hamingjuóskir með daginn Gerður mín. Sendi með að gamni mynd af okkur systrunum sem var tekin í sæluferðinni okkar til France í fyrra.
Bíð spennt eftir næstu ferð. Hafðu það gott. Þín litla systir, Unnur

mánudagur, mars 19, 2007

Komin á staðinn

Við erum komin til Nicaragua nú fyrir tæpri viku síðan og ferðalagið gekk vel. Af flugvellinum vorum við keyrð í risastórt hús sem mun verða heimili okkar næstu tvö árin. Til marks um stærðina þá vorum við fram á næsta dag að uppgvötva ný baðherbergi og klósett í því. Þarna eru 4 svefnherbergi, 4 klósett í aðalhlutanum. Svo er herbergi og klósett fyrir þjónustustúlkuna í annari álmu og auðvita klósett í garðinum fyrir vopnaða vörðinn sem er hjá okkur 24 tíma á sólarhring. Auk þessa eru stofur, skirfstofur, þvottasvæði og risastór, yfirbyggð veröng og mikill garður. Hér geta allir komið í heimsókn sem vilja og búið við góðar aðstæður.

Við erum ekki enn komin með gardínur, sem er ágætt því við vöknum þá með sólinni um 6. Ég mæti svo í vinna 7:30 og vinn til 17. Það er fyrsti dagurinn minn í dag svo ég ætla ekki að vera lengi í tölvunni!

Gestur er alsæll hérna, allt fullt af eðlum og maurum, fuglum og bíflugum. Fyrsta morguninn okkar fórum við út í leit að eldspítum og sáum bæði hænu og mús - hann segir það gaman að búa í Nicaragua. Honum líkar líka jafn vel við föðurfólkið sitt og síðast þegar við vorum hérna. Efst á vinsældarlistanum er tía Eunicer sem býr með tengdó í húsinu "okkar" og er ný búin að eignast litla stelpu. Gestur kalla þá litlu ýmist systur sína eða frænku og er mjög hrifinn af henni. Einn bróðir Saúl eignaðist barn í nóvember sem við vorum að frétta af núna - segir margt um það hve barnsfæðingar eru lítill viðburður hér. Tengdó fór að sjá það þegar það fæddist en hefur ekki farið síðan... hummmm.

Saúl er núna að reyna að finna bíl fyrir okkur og tölvu en hvorttveggja er mjög flókið því hvorugt okkar veit neitt um þessa hluti, eða þekkjum neinn hér sem veit eitthvað um þessa hluti. Ég set meira inn á bloggið mitt þegar ég verð komin með tölvu heima, seinna í þessari viku, því ég vil ekki prívatblogga í vinnunni.

Góðar kveðjur úr sól og 36 gráðum (fer hækkandi).
Gerður

mánudagur, mars 05, 2007

Við förum 12. mars

Þá er það komið í ljós - við förum næsta mánudag þann 12. mars. Ég vona að ég sjái ykkur sem flest fyrir þann tíma.

Ég var að búa til blogg fyrir fjölskylduna sem verður vonandi áhugavert að lesa þegar við verðum komin út. Slóðin er nicaragua.blog.is

Kveðja,
Gerður