föstudagur, febrúar 16, 2007

Við förum til Nicaragua!

Loksins er endir bundinn á óvissuna. Ég fékk símtal í morgun og var boðin staðan í Nicaragua. Það þýðir að ég verð í viku á skrifstofu Þróunarsamvinnustofnunar (www.iceida.is) og svo förum við út. Þar verður búið að finna fyrir okkur hús og búa það grunn húsbúnaði. Svo hefst vinnan. Ég verð ráðin í 2 ár til að byrja með og mest 5 ár. Ég setti mér það markmið þegar ég kom úr framhaldsnáminu í Englandi fyrir rúmum 10 árum síðan að ég ætlaði að vinna að þróunarverkefnum í Nicaragua. Með það í huga fór ég oft og mörgusinnum í heimsókn á Þróunarsamvinnustofnun og sagði þeim að byrja á verkefnum þar og ráða mig í vinnu. Nú hefur það gerst! Nú þarf ég bara að vera tekin í viðtal í Laufskálanum, þá hef ég náð öllum mínum markmiðum í lífinu - ekki fertug konan. Þið farið öll að safna núna fyrir farmiða til Nicaragua - við verðum með nóg pláss til að taka á móti gestum.

Kveðja,
Gerður (gestsdottir@gmail.com)

5 Comments:

Blogger Jonni said...

Til hamingju Gerður og fjölskylda. Mikið er gaman fyrir ykkur að fá þetta verkefni til að takast á við næstu árin. Þú átt eftir að vera okkur góð fyrirmynd í Nicaragua.

Svo er aldrei að vita nema maður kíki í heimsókn einhvern daginn :)

16/2/07 14:48  
Blogger Donni said...

Jæja kæra frænka Gerður Litla Gull.
Hjartanlega til hamingju og þið öll með þetta starf. Ég vildi gjarnan fá kynningu á þessu fyrir okkur gömlu, eða þú ert kannski búin að segja öldruðum frænkum þínum frá þessu, í hverju starfið er fólgið og hvar etc? Þetta er svo framandi og áhugavert svona langt í burtu. Svo þarf að vekja áhuga og kanna með samstarf við hina ágætu ferðaskrifstofu Johnny's Rejser og leiðsögustofuna DTG, því hvað væri skemmtilegra fyrir okkur systkinin en fara yfir Atlantsála og heimsækja ykkur á þessum slóðum.
Eitt markmið þarftu að setja þér í viðbót við Laufskálann og þau sem þegar er landað, en það er að komast í umfjöllun Staksteina Moggans, en því náði ég hér á árum áður og þóttist maður að meiru.
Donni frændi

19/2/07 17:19  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, ég endurtek bara hamingjuóskir mínar til þín Gerður mín. Þetta er frábært. En það er satt hjá Donna að þú verður að koma þér upp fleiri markmiðum að keppa að í lífinu. Ekki hægt að eiga bara Laufskálann eftir! Já, og Staksteina ef út í það færi!
En hvort aldraðar frænkur þínar hafa döngun og dug í sér til að fara alla þessa löngu leið að heimsækja þig verður að koma í ljós þegar Jonnys Rejser kynna ferðatilhögun!!! En hvað er DTG og hvernig var í London???
Alla vega, Gerður mín og þið öll, góða ferð og gangi ykkur allt í haginn. Vona samt enn ég sjái ykkur áður en þið farið.
Hulda frænka

20/2/07 01:21  
Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Gerður mín og þið öll. Auðvitað tókst þetta hjá þér. Það kom enginn annar til greina ! Til hamingju með það og takk fyrir boðið. Sjáum til þegar DJ hefur skipulagt ferðina.
Sjáumst vonandi áður en þið farið, en hvenær verður það ?
Bestu kveðjur.
Unnur frænka

21/2/07 12:56  
Anonymous Nafnlaus said...

Glæsilegt! Til hamingju með þessa niðurstöðu! Ég og mín stækkandi fjölskylda óskum ykkur til hamingju með nýja starfið. Það liggur við að maður fari fram á kynningarkvöld um starfið því þetta er svo langt út fyrir sjóndeildarhringinn hjá mér :-)

Til hamingju aftur
Unnar Óli og fjölsk.

24/2/07 13:24  

Skrifa ummæli

<< Home