föstudagur, desember 29, 2006

Elsku mamma mín

Þá ertu loksins orðin sextug. Fallegri, fyndnari og skemmtilegri en nokkru sinni fyrr. Þú hefur alið mig upp frá blautu barnsbeini og þegar ég horfi til baka þá verð ég þakklátur fyrir að hafa haft jafn góða og sterka fyrirmynd mér við hlið öll þessi ár. Þú ert alltaf til staðar þegar ég þarf á þér að halda og ég get alltaf leitað til þín ef mig vantar góð ráð.

Hafðu það gott í dag elsku mamma mín og um alla ævi.

Kveðja,

Jonathan

fimmtudagur, desember 21, 2006

Helga Ólafsdóttir nær merkum áfanga

Annað kvöld mun ókrýnd fegurðardrottning Íslands leggja af stað í langferð mikla. Förinni er heitið alla leið til Danmerkur þar sem henni mun mæta hálf dönsk móttökunefnd.

Tilefni ferðarinnar er mjög svo mikilvægt. Það skal haldið upp á þrítugsafmæli þessarar blómarósar frá Njálsstöðum Norðurfirði. Á föstudaginn næsta, 29. desember verður farið út að borða að þessu tilefni og vildi afmælisbarnið koma því til skila til allra sem hringja vilja í hana og óska henni til hamingju með áfangann að hringja í símann sinn sem hún er með hér í Danmörku.

Númerið er hér:
(00) 45 2467 9038

Einnig verður hægt að hringja í heimilissímann sem er (00) 45 3879 6119 og/eða senda henni tölvupóst á jonni@skapalon.is

Ég vill sjálfur nota tækifærið og óska henni móður minni ynnilega til hamingju með afmælið í næstu viku. Hlakka til að fá þig annað kvöld.