mánudagur, október 30, 2006

Þór átti afmæli í gær.

Elsku Þór.
Til hamingju með daginn í gær. Vonandi hefur þú og þið notið hans með Odd Inga hjá ykkur í heimsókn. Ég ætlaði að senda mynd af ykkur hjónum síðan í sumar er við heimsóttum ykkur til France en tölvan er svo lengi að hlaða henni inn. Reyni það kannski í vinnunni á morgunn. Bestu kveðjur og hafið það gott. Unnur

fimmtudagur, október 19, 2006

Linda 17 ára


Þá er litla stúlkan mín orðin 17 ára. Til hamingju með það Linda mín. Mundu svo að aka varlega í framtíðinni.

Við systkinin minntumst þess líka í gær að foreldrar okkar hefðu átt 59 ára brúðkaupsafmæli hefðu þau lifað. Í nokkuð mörg ár hittumst við alltaf í tilefni þess. Fórum út að borða t.d. Ég hef tekið þennan sið upp hjá okkur í fjölsk. þannig að börnin muna alltaf brúðkaupsdaginn okkar.

Hafið það öll sem best,
Unnur

miðvikudagur, október 18, 2006

Nýja Jórvík

Góðan daginn.

Langaði að deila með ykkur nokkrum myndum úr ferð okkar Erlu til New York. Við lögðum í ferð þessa ferð 4 okt sl. og vorum í 6 daga. Þeir sem hafa einhverntíma komið til New York vita að þessi borg sefur aldrei og það er alltaf eitthvað að gerast. Ég þarf örugglega mánuð í að melta allt úr þessari frábæru ferð.

Ég skrifa svo eitthvað skemmtilegt á næstunni um það helsta sem er að gerast hér hjá okkur hér í Kaupmannahöfn.

mánudagur, október 09, 2006

Auglýst eftir Donna bró

Donni minn..við systur Helga + Valgerður höfum verið að velta því fyrir okkur hvar þú gætir eiginlega verið, en erum helst á því að það sé svona svakalega mikið að gera hjá þér,það er að veltast fyrir okkur næsta matarboð.Kanski að fara eitthvert út svona að breyta aðeins til og eru flestir sammála um það.En kanski maður slái bara á þráðinn í Ljósaland og heyri í frú Magneu og fái þar með upplýsingar um þig.
Heyrum vonandi frá þér bráðlega eldhressum og kátum
Helga sis

föstudagur, október 06, 2006

Jarðaberjakappátið mikla

Helga var ekki að ýkja þegar hún sagði að drengirnir gleyptu öll jarðarberin í sig á mettíma. Hér er sönnunargagn númer eitt:



Á milli ávaxtaáts og svalahlaups skemmtu þeir sér líka mjög vel (sjá sönnunargagn númer tvö):



Takk fyrir okkur!

fimmtudagur, október 05, 2006

Helga passar ömmubarn

Jæja börnin komu sl.föstud.kv.heimsóttu mig í vinnuna á laugard.og var gaman að sjá þau.GI aldeilis stækkað og fullorðnast og farinn að tala miklu meira.Svo var hann hjá ömmu á laugardeginum og það var sko gaman hjá okkur.Það var eldaður kvöldmatur en ekki veit ég hvernig maður fór að þessu hérna áður fyrr,það var svo mikið að gera hjá mér,en hann svo góður gullið mitt..ég lagði hann til að sofa kl.20.og lá hann og slúðraði við sjálfann sig til kl.21.EN VINURINN VAKNAÐI 6.30 eins og Erla var búin að vara mig við,þá lá hann og sönglaði í rúmminu til 7.30 eitthvað var honum farið að leiðast þá og lét ömmu vita af sér..nema þá fékk hann að koma uppí til ömmu og tók hann tuskudýrin með og lá svo án þess að hreyfa sig til 8.30..Alveg ótrúlegt.En þá var líka komið mál að fara framm sem og var gert...'I frammhaldi að því stöðluð morgunverk..SVO gerðist það skemmtilega Hafsteinn og Gestur komu í heimsókn.. því miður komst ekki Stefán Máni.Þeir áttu mjög vel saman frændurnir Og je minn fjörið hjá þeim það var farið út á svalir og hlaupið öskrandi eins hátt og þeir gátu hvað eftir annað,þeir fengu jarðaber og uppstóð kappát hver fengi nú mest þeim fanst þetta svona gott og fl.gæti ég talið upp.En middags lúrinn var góður eftir þessi ævintýri.Kvaddi hann svo ömmu seinna um eftirmiddaginn í fínu formi.Hann faug svo austur með Gurru ömmu í gærmorgun og foreldrarnir skelltu sér ti NY seinn um daginn og koma nk.miðvikudags morgun til baka.Ég er strax farin að hlakka til að sjá þau aftur....En ég verð að segja ykkur ég fór í bankann í morgun að taka út moný af einum af mínum reikningum og þá segir daman JÁ heiðursfélagi... ha hvað er nú það segi ég..það eru þeir sem eru orðnir 60 ára og eldri...ég fékk algjört hláturskast þarna í bankanum..60 ára og eldri takk skal du 'ha.
Jæja þetta er nú gert meira að gamni að skrifa þetta á bloggið,hafið það gott elskur
kv. Helga sis