mánudagur, október 30, 2006

Þór átti afmæli í gær.

Elsku Þór.
Til hamingju með daginn í gær. Vonandi hefur þú og þið notið hans með Odd Inga hjá ykkur í heimsókn. Ég ætlaði að senda mynd af ykkur hjónum síðan í sumar er við heimsóttum ykkur til France en tölvan er svo lengi að hlaða henni inn. Reyni það kannski í vinnunni á morgunn. Bestu kveðjur og hafið það gott. Unnur

fimmtudagur, október 19, 2006

Linda 17 ára


Þá er litla stúlkan mín orðin 17 ára. Til hamingju með það Linda mín. Mundu svo að aka varlega í framtíðinni.

Við systkinin minntumst þess líka í gær að foreldrar okkar hefðu átt 59 ára brúðkaupsafmæli hefðu þau lifað. Í nokkuð mörg ár hittumst við alltaf í tilefni þess. Fórum út að borða t.d. Ég hef tekið þennan sið upp hjá okkur í fjölsk. þannig að börnin muna alltaf brúðkaupsdaginn okkar.

Hafið það öll sem best,
Unnur

miðvikudagur, október 18, 2006

Nýja Jórvík

Góðan daginn.

Langaði að deila með ykkur nokkrum myndum úr ferð okkar Erlu til New York. Við lögðum í ferð þessa ferð 4 okt sl. og vorum í 6 daga. Þeir sem hafa einhverntíma komið til New York vita að þessi borg sefur aldrei og það er alltaf eitthvað að gerast. Ég þarf örugglega mánuð í að melta allt úr þessari frábæru ferð.

Ég skrifa svo eitthvað skemmtilegt á næstunni um það helsta sem er að gerast hér hjá okkur hér í Kaupmannahöfn.