miðvikudagur, september 27, 2006

Nýjar myndir

Þá er ég loksins búin að uppfæra heimasíðuna okkar. Hún hefur verið vanrækt upp á síðkastið. Nú er hún his vegar uppfull af skemmtilegum myndum sem hafa ekki áður komið fyrir sjónir almennings. Exclusive behind the scenes myndir úr sumarfríi the Gudmundsson family. Vek sérstaka athygli á myndbroti af Gesti og Hafsteini í miklu stuði í Laugarholtinu (sjá júlí albúm). Annars er ekkert að frétta...

HEIMASÍÐAN OKKAR

miðvikudagur, september 13, 2006

Gestur 59 ára!

Afmæli eru daglegur viðburður í þessari fjölskyldu. Í dag á þessi myndarmaður afmæli:



Til hamingju með afmælið!

þriðjudagur, september 12, 2006

80 ár frá fæðingu Súsönnu Margrétar



Á þessum degi fyrir 80 árum fæddist hjónunum, Gunnari Njálssyni, bónda á Njálsstöðum í Árneshreppi á Ströndum, og konu hans Valgerði Guðrúnu Valgeirsdóttur, frumburður dóttir sem þau gáfu nafnið Súsanna Margrét. Hún ólst upp í fögru landslagi Stranda, þar sem lífsbaráttan var oft erfið. Kynntist hún ung sveini að sunnan, sem kom norður í hreppinn hennar til að vinna við uppbyggingu síldarverksmiðjunnar að Eyri við Ingólfsfjörð. Þessi piltur var Ólafur Ingi Jónsson og saman fluttu þau suður til Reykjavíkur. Þau giftu sig 18. október 1947. Hún var mjög rómantísk í hugsun, unni íslenskri sagnahefð, var elsk af ljóðum og kvæðum og miðlaði áhuga sínum til barna og barnabarna. Henni féll aldrei verk úr hendi var ávallt með eitthvað á prjónunum ef ekki var verið í eldhúsi eða annars staðar að sinna heimilisstörfum. Hún var réttsýn kona og laðaði að sér samferðafólk. Hún veiktist af þeim hræðilega sjúkdómi, heilabilun, og lést 30. apríl 2002. Blessuð sé minnig Súsönnu Margrétar Gunnarsdóttur.
Donni.

Amma 80 ára

Í dag er 80 ártíð ömmu og margar hugsanir og minningar sem koma upp í hugann. Þeir sem þekkja mig vita að ég trúi ekki á neitt sem ég get ekki bitið í og alls ekki á líf eftir dauðann - því miður. En í gærkvöldi sótti amma ótrúlega sterkt að mér, ég heyrði hana meira að segja tala við mig. Samt áttaði ég mig ekki á því að hún ætti afmæli fyrr en ég kveikti á tölvupóstinum í morgun.... Ég ætti kannski að endurskoða þessa efnishyggju í mér því amma er svo sannarlega mætt í tilefni dagsins.

Litla gull

sunnudagur, september 10, 2006

Jóhann Einar 105 ára



Þeir áttu afmæli í gær, 9. september, nafnarnir Jóhann Einar eldri og Jóhann Einar yngri. Sá eldri hefur nú ár um áttrætt og þann yngri vantar ár í aldarfjórðunginn.
Til hamingju piltar!
Donni