mánudagur, apríl 24, 2006

Mögnuð móðursystir

Mig langar að vekja athygli á því að ein af mínum uppáhalds móðursystrum hefur aldeilis verið að gera það gott undanfarið. Ég skemmti mér konunglega í gærkvöldi við að horfa á myndina um kórinn hennar Unnar og öfunda hana af því að vera meðlimur í þessu öfluga samfélagi. Og ekki nóg með að hún væri í sjónvarpinu: Um helgina hljóp Unnur Lundúnamaraþonið - geri aðrir betur. Því segi ég: Mögnuð móðursystir!

fimmtudagur, apríl 13, 2006

Langamma væri stolt!


Ég varð að deila þessari mynd með ykkur. Ég var að byrja á lopapeysu og lagði hana frá mér í sófann þar sem Gestur sjónvarpssjúklingur sat og horfði á Brúðubílinn. Hann greip prjónana strax og sat svo og prjónaði og prjónaði! Hann bar sig svo fagmannlega að, að langamma hans hefði orðið stolt af að sjá hann.