mánudagur, apríl 24, 2006

Mögnuð móðursystir

Mig langar að vekja athygli á því að ein af mínum uppáhalds móðursystrum hefur aldeilis verið að gera það gott undanfarið. Ég skemmti mér konunglega í gærkvöldi við að horfa á myndina um kórinn hennar Unnar og öfunda hana af því að vera meðlimur í þessu öfluga samfélagi. Og ekki nóg með að hún væri í sjónvarpinu: Um helgina hljóp Unnur Lundúnamaraþonið - geri aðrir betur. Því segi ég: Mögnuð móðursystir!

laugardagur, apríl 22, 2006

Hvar er Hrúturinn

Eitthvað rámar mig í Hrúturinn kemur sterkur inn.Og svo ekkert meir..búið..
Annars er einhver slappleiki í manskapnum ekkert einasta blogg dögum saman jú svo dettur svona eitt inn.Annars bíð ég spent að heyra frá Lyin ferðalöngum,Unnar Óli minn og fjölsk.á bloggið með ykkur.Allt í fínu formi hér á bæ bara farin að hlakka svo til Lyon ferðarinnar.Góða helgi öll
Helga

fimmtudagur, apríl 13, 2006

Langamma væri stolt!


Ég varð að deila þessari mynd með ykkur. Ég var að byrja á lopapeysu og lagði hana frá mér í sófann þar sem Gestur sjónvarpssjúklingur sat og horfði á Brúðubílinn. Hann greip prjónana strax og sat svo og prjónaði og prjónaði! Hann bar sig svo fagmannlega að, að langamma hans hefði orðið stolt af að sjá hann.

sunnudagur, apríl 02, 2006

Afmæli frú Valgerðar???

Sæl öll sömul.
Jæja, þá er ég komin heim úr fyrsta fríi vorsins og þau eiga svo sannarlega eftir að verða miklu fleiri. Eiginlega mun ganga á með fríjum og heimsóknum vina og fjölskyldu (hlökkum ekki lítið til að fá litla kallinn okkar í heimsókn ásamt foreldrum sínum sem við hlökkum að sjálfsögðu líka til að sjá, eftir níu daga til að stoppa í heila tíu daga), næstu tíu vikurnar eða svo!!!
Já, já, svona er að vera ábyrgðarlaus í útlöndum!!!
Við vorum sem sagt að koma frá Frejus, sem er lítill bær á frönsku ríveríunni, en þar vorum við, eða ég, í viku með Ásu systur Þórs og hennar manni, Jens. Þau leigðu þar íbúð, niður við sjó, sem var algjör draumur í dós.
Við keyrðum til Frejus frá Lyon. 5 tímar á hraðbrautunum og ég að keyra í fyrsta sinni á hraðbrautum Evrópu. Hef reyndar aldrei keyrt bíl í útlöndum fyrr en hér í Lyon. Hef heldur aldrei átt bíl í útlöndum fyrr svoooo.
Við Þór fórum í skoðunarferðir og það er alls staðar svo fallegt þarna, nema í Cannes. Þar fannst mér ekki gaman að koma.
Svo þurfti Þór að yfirgefa paradísina í fjóra daga til að fara fýluferð til Lyon að vinna. Það hefur enginn skóli verið í gangi síðan mótmælin hér hófust svo skólaönnin er örugglega farin í vaskinn.
Á bakaleiðinni fórum við rólega og þræddum minni vegi og nutum stórkostlegrar náttúrufegurðar í botn. Vorum ótrúlega heppin með veður því það hafði verið spáð rigningu.
Jæja, en ég ætla ekki nánar út í ferðasöguna í þetta sinn, bara að nefna að það kom mér á óvart þegar ég fór inn á bloggið í dag, að enginn hafði sent hamingjuóskir til Gerðar systur þann 25. mars? Ég geri það því hér og nú og vona að frúin hafi átt ánægjulegan afmælisdag. Það er ekki alltaf gefið eins og sannaðist fyrir átta árum.
Læt þetta duga að sinni og sendi blómstrandi vorkveðjur frá Lyon.