Krabbarnir rúla

Elskuleg systir mín, Súsanna Margrét, á afmæli í dag. Ég sendi henni bestu kveðjur í tilefni af því. Valgeir átti afmæli á fimmtudaginn og var svo heppin að fá barn í afmælisgjöf! Ekki sitt eigið, heldur Heklu Huld sem er hér að neðan. Ég leyfi mér að fullyrða, sem kona umvafin kröbbum (systir, bróðir, eiginmaður, amma o.s.frv) að þótt krabbar séu oft dintóttir þá eru þeir undantekningarlaust fólk sem maður getur ekki verið án þegar maður er á annað borð búinn að kynnast þeim.
Sólarkveðjur,
Gerður