þriðjudagur, desember 20, 2005

Nýji bifvélavirkinn

Þórður útskrifaðist sem bifvélavirki frá Borgarholtsskóla á laugardaginn. Eftir áramót byrjar hann á samningi hjá Brimborg. Þannig að nú er um að gera fyrir alla bíla í fjölsk. að bila og Þórður gerir við þá alla.
Við sjáumst svo vonandi öll á annan í jólum í púkkinu og félagsvistinni að ógleymdu súkkulaði og kökuveislunni. Við verðum í Laufrimanum að þessu sinni.
Hlakka til að sjá ykkur öll.
Unnur

5 Comments:

Blogger Jonni said...

til hamingju Þórður og fjölskylda :) Á engann bíl í augnablikinu en það á vonandi eftir að breytast eftir nokkur ár. Hlakka til að sjá ykkur um jólin ... "spaða fimma, spaða sexa, spaða sjöa, spaða átta, spaða átta? SPAÐA ÁTTA?!?! ... Donni: Spaða áttan stendur!"

Ég fæ hrollinn bara.

20/12/05 10:48  
Blogger Donni said...

Já ég endurtek hamingjuóskir til fjölskyldunnar í Laufrimanum, en við frú Magnea vorum svo heppin af hafa nasasjón af kaffibjóði sl. laugardag þar á bæ. Nú er framundan þar súkklaðidrykkja, púkk og líklega verður félagsvistin frá í fyrra endurtekin. Við Ljósalandsfjölskyldan höfum misst hluta af okkar fulltrúum norður yfir heiðar, en munum í þess stað væntanlega tefla fram spönsku pari. Ekki ónýtt það í allri þeirri alþjóðavæðingu sem við erum nú að ganga í gegnum.

20/12/05 13:15  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju Þórður! Það er alveg bráðnauðsynlegt að hafa bifvélavirkja í fjölskyldunni.

Ég hlakka til að hitta ykkur í Laufrimanum 26. des.

María

21/12/05 14:50  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég þakka hamingjuóskirnar og hlakka til að sjá ykkur öll um jólin.

23/12/05 18:28  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta var ég Þórður :)

Er ekkert rosa klár á þetta commenta kerfi

23/12/05 18:29  

Skrifa ummæli

<< Home