10 hlutir sem þú vissir ekki um Valgeir Gestsson
Ég les yfirleitt ekki slúðurblöð. Ekki bara afþví að þau eru sori og viðbjóður heldur líka afþví að ég hef ekki haft aðgang að slíku efni hér í Kaupmannahöfn, að minnsta kosti ekki fyrr en í dag.
Á vef Vísis er nú hægt að nálgast öll nýjustu blöðin sem þeir bjóða upp á í stafrænu formi. Þar má nefna Fréttablaðið, DV, Markaðinn, Birtu, Sirkus og Hér og Nú. Ég ákvað því að gera undantekningu og "glugga" aðeins í blað Hér og nú frá því í síðustu viku sem væri nú ekki frásögu færandi nema að í blaðinu rakst ég á mynd af Valgeiri (eða Valla eins og hann er víst kallaður) frænda mínum á einni síðu blaðsins Þar telur hann upp 10 hluti sem fæstir (eða enginn?) ætti að vita um hann ...
Sækjið blaðið hér (síða 66).
1 Comments:
Það má öllum Akurgerðisfjölskyldumeðlimum ljóst vera, að hér er kominn megatöffari fjölskyldunar og kemst Johnny Rocker ekki með litlaputta þar sem Valli hefur míkrafóninn. Játa mig algerlega sigraðan fyrir ofurtöffaranum, en held áfram að hafa hann sem fyrirmynd.
Johnny Rocker
Skrifa ummæli
<< Home