föstudagur, desember 16, 2005

Tvítyngi

Það þorir auðvita enginn að skrifa nema geta greint frá stórsigri. En ég ætla bara að segja sögu af tvítyngda syni mínum. Honum fer svo fram í málþroska núna og er þar af leiðandi farin að blanda meira saman íslensku og spænsku. Saúl var að spurja hann einn morguninn hvað afi væri og Gestur segir "Afi, casa (heima), sofa". Um daginn benti hann svo á punginn á sér og sagði "Egg"! En "egg" og "pungur" er eins á spænsku og ég var svo stolt af honum að tengja saman spænska og íslenska orðið og nota það íslenska við mig - því enginn hefur sagt honum að pungur héti egg á íslensku.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home