fimmtudagur, janúar 10, 2008

Afmæli Maríu


Þar sem ég er fyrst til að skrifa hingað inn í ár vil ég byrja á að óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs og þakka fyrir það liðna.

Við fjölskyldan erum komin heim frá Níkaragúa, þar sem við nutum gestrisni Gerðar og Saúls. Þetta var mikil ævintýraferð og svo margt nýtt sem við sáum og upplifðum að ég er ekki búin að vinna úr því ennþá. Hvað þá myndunum fimmtánhundruð sem við Kolli tókum í ferðinni. Þegar því er lokið set ég ferðasöguna í máli og myndum á heimasíðuna okkar.

Hér eru þó nokkrir punktar sem koma upp í hugann:

-Iguanaeðlukjöt bragðast mun betur en snákakjöt.

-Valgeir er tungumálasnillingur og var altalandi á spænsku eftir nokkra klukkutíma í landinu.

-Það má ekki sleppa pabba lausum í kúrekastígvélabúðum, því þá kaupir hann alla búðina.

-Átta ára Flor de Caña er besta romm í heimi.

-Það er yndislegt að sofna við eðlugagg á hverju kvöldi og vakna við hænugagg.

-Það er gott að worka tanið í Níkaragúa, sérstaklega um leið og maður berst við öldur Kyrrahafsins.

Meira síðar...
Janúar er mikill afmælismánuður. Móðursystir mínog nafna fagnaði afmæli sínu 3. janúar, Óli Dan hefur væntanlega átt góðan afmælisdag í faðmi fjölskyldunnar í gær (Til hamingju með Guðrúnu Lilju!), Gestur Diriangen verður fjögurra ára 29. janúar og sjálf mun ég fylla þriðja tuginn á morgun. Af því tilefni verður heitt á könnunni hér á Langholtsveginum á sunnudaginn kl. 4.

Kveðja,María

5 Comments:

Blogger Jonni said...

Gaman að heyra að þið hafið komist heil og höldnu heim í klakaboxið aftur. Eitthvað hefur nú verið áfall að fara aftur heim í íslenska veðráttu?!

Til hamingju öll þið sem hafið átt og öll þau sem eiga eftir að eiga afmæli. Janúar er mikill afmælisdagur eins og alltaf :)

10/1/08 17:42  
Blogger Gerður said...

Til hamingju með afmælið á morgun kæra systir og til hamingju þið sem liðin eru af janúar. Ég geri ráð fyrir að það verði nikaragúanskt kaffi á könnunni á sunnudaginn, ekki satt? Rukka um minn hlut í júlí.
Gerður

10/1/08 21:29  
Blogger donnibro said...

Þakka upplýsingarnar María og til hamingju með afmælið í dag. Það verður gaman að fá myndasýningu og ferðalýsingu framandfaranna.
Donni frændi

11/1/08 16:16  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með afmælið María mín og því miður er ég að lesa um kaffiboðið fyrst núna.Ég hefði nú mætt þó ég sé reyndar búin að vera á fullu í dag og gær að tæma íbúð tengdaforeldranna auk þess sem ég bauð litlu fjölskyldunni minni í mat í kvöld. Þau sögðu mér einmitt þegar þau komu að það hefði verið kaffiboð hjá þér, höfðu hitt Helgu hérna fyrir utan.
Tek undir að það verður gaman að fá ferðasöguna.
Óska öllum afmælisbörnunum til hamingju með afmælið.
Hafið það sem best öll sömul.
Hulda.

13/1/08 20:01  
Anonymous Nafnlaus said...

Elsku María mín. Hjartanlega til hamingju með daginn þann 11. janúar. Fín mynd af okkur frænkunum sem tekin var fyrir 28 árum. Þú ert örugglega að verða 2 ára á þessari mynd. Við höfum bara ekkert breyst :)
Þetta hefur verið mikil æfintýraferð hjá ykkur til Nica. Það verður gaman að heyra og sjá myndasöguna. Ég kom líka heim í gær frá Tenerife. Æðislegt að skreppa svona út í sól og hita í skammdeginu.
Bestu kveðjur,
Unnur frænka

24/1/08 15:30  

Skrifa ummæli

<< Home