mánudagur, febrúar 26, 2007

Allir á Skype

Sem lið í undirbúningi fyrir Nicaraguaför okkar hef ég hlaðið niður Skype samskiptaforritinu hér hjá foreldrum mínum, með myndavél og alles. Nú bið ég þau ykkar sem eruð með Skype að bjóða mömmu í samband. Skype nafnið hennar er valgerduro. Við fáum okkur svona um leið og við verðum nettengd úti og þá verður nú ekki mikið mál að vera í góðu sambandi.

Ekkert komið í ljós með brottför, en ég geri ráð fyrir að við förum eftir tvær vikur.

Gerður Gestsdóttir de Gutierrez

2 Comments:

Blogger Jonni said...

Frábært, velkomin í Skype hópinn :)

Ég bæti henni við hjá mér. Notandanafnið hjá mér er "jonni1977"

Kveðja,

Jonathan

26/2/07 20:55  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég held að mitt sé Hulda Ólafsdóttir. Athuga hvort ég kann að bæta við listann minn!!!
Já maður er svo tæknilega sinnaður.
Kveðja til ykkar allra. Frétti í dag að þið væruð komin heil á höldnu og húsið væri flott!!
Glæsilegt.
Hulda

16/3/07 14:32  

Skrifa ummæli

<< Home