mánudagur, febrúar 26, 2007

Allir á Skype

Sem lið í undirbúningi fyrir Nicaraguaför okkar hef ég hlaðið niður Skype samskiptaforritinu hér hjá foreldrum mínum, með myndavél og alles. Nú bið ég þau ykkar sem eruð með Skype að bjóða mömmu í samband. Skype nafnið hennar er valgerduro. Við fáum okkur svona um leið og við verðum nettengd úti og þá verður nú ekki mikið mál að vera í góðu sambandi.

Ekkert komið í ljós með brottför, en ég geri ráð fyrir að við förum eftir tvær vikur.

Gerður Gestsdóttir de Gutierrez

föstudagur, febrúar 16, 2007

Við förum til Nicaragua!

Loksins er endir bundinn á óvissuna. Ég fékk símtal í morgun og var boðin staðan í Nicaragua. Það þýðir að ég verð í viku á skrifstofu Þróunarsamvinnustofnunar (www.iceida.is) og svo förum við út. Þar verður búið að finna fyrir okkur hús og búa það grunn húsbúnaði. Svo hefst vinnan. Ég verð ráðin í 2 ár til að byrja með og mest 5 ár. Ég setti mér það markmið þegar ég kom úr framhaldsnáminu í Englandi fyrir rúmum 10 árum síðan að ég ætlaði að vinna að þróunarverkefnum í Nicaragua. Með það í huga fór ég oft og mörgusinnum í heimsókn á Þróunarsamvinnustofnun og sagði þeim að byrja á verkefnum þar og ráða mig í vinnu. Nú hefur það gerst! Nú þarf ég bara að vera tekin í viðtal í Laufskálanum, þá hef ég náð öllum mínum markmiðum í lífinu - ekki fertug konan. Þið farið öll að safna núna fyrir farmiða til Nicaragua - við verðum með nóg pláss til að taka á móti gestum.

Kveðja,
Gerður (gestsdottir@gmail.com)

fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Afmælisstelpurnar


Fyrst mér tókst svona vel í gær ætla ég að reyna að setja inn mynd af afmælisstelpunum sem Helga var að senda mér. Þarna eru þær að sýna afmælisgjafirnar (á handleggnum). Þær héldu ekki stórveislur systurnar heldur voru í sínu landinu hvor þegar dagarnir runnu upp. Önnur var í Danmörku og hin á Kanarý. Síðan hittust þær með systkinum sínum og mökum ásamt Sesselju frænku á dögunum og sýndu gjafirnar sem þær fengu frá systkinum sínum og mökum.
Flókið.....
Vona að allir hafi það gott þessa björtu fallegu vetrardaga. Unnur

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Unnar Óli átti afmæli 5. feb.

Elsku nafni minn. Ég sé að enginn hefur sett inn kveðju til þín svo ég geri það hér með. Skilaðu kveðju í bæinn og hafið það öll sem best. Sjáumst kannski í Bónus.
Unnur frænka.
p.s. Ég bara trúi ekki að ég geti sett þetta inn. Var alltaf í vandræðum í desember. Jónathan ert þú búinn að redda þessu.