sunnudagur, ágúst 27, 2006

Afmæli Álfheiðar og Magneu










Þær áttu afmæli í dag, afastelpan mín hún Álfheiður Una orðin fjögurra ára og frú Magnea er einnig orðin fjögurra ára og rétt rúmlega það. Ég óska báðum konunum mínum til hamingju með daginn.
Donni

föstudagur, ágúst 18, 2006

Sumarið í hnotskurn

Jæja þá er komið að daglegum.... nei vikulegum... mánaðarlegum... humm, það er kannski einhverjir dagar á milli. Þegar fréttist síðast af okkur Eyfirðingunum þá komum við á ættarsamkomu afkomenda Ólafs og Margrétar í Akurgerði. Don-Indí hefur gert því góð skil.


Við héldum af Akurgerðis-mótinu á annað ættarmót í Sandgerði. Þar var sopið, sungið og trallað eins og suðurnesja-mönnum sæmir. Þá tók við 2 vikna Spánarreisa á Torre La Horadada. Þar lifðum við eins og blóm í eggi í yndislegum rólegheita smábæ sem er nánast laus við það sem kalla mætti Euro-túrisma. Þar sem bærinn einkenndist af Spánverjum í sumarfríi. Allt í einu voru spænskar orða- og frasabækur orðnar nauðsynlegar þar sem varla fannst sá starfsmaður í verslun eða matsölustað sem kunni stakt orð í Ensku. Þetta þótti okkur voðalega notalegt. Það þurfti þó ekki annað en að ganga um 1 km. til norðurs til að stendurnar fylltust að næpuhvítum, ljóshærðum eða rauðhærðum Norðurevrópubúum með tilheyrandi túrisma-skrumi.



Helgina eftir að við komum heim var framkvæmdahelgi á ættaróðali Jónu, Ystu-Vík. Þar var áratugauppsafn af rusli og gersemum týnt ofan af háalofti. Að því loknu var gömlu heyi og viðarkurli skipt út fyrir nýtísku steinull. Þetta tók nú á taugarnar hjá Sigurði bónda enda annálaður fylgismaður andhendistefnunnar. En þegar þetta var afstaðið var ekki laust við að hann væri bara sæmilega sáttur.

Nú rann verslunarmannahelgin í garð og Don-Indí gerði sér dagamun og skrapp norður yfir heiðar til að hitta afkomendur sína. Jóna var skilin eftir á Akureyri og látin vinna við afgreiðslustörf eins og sæmir um verslunarmannahelgi. Don-Indí, Óli og Álfheiður héldu á vit ævintýrana austur í Öxarfjörð. Þar átti að tjalda í Ásbyrgi og hlýða á Sigur-Rósar tónleika.


Eitthvað vorum við sein fyrir því að þegar við komum á svæðið kom það í hlut Kristjáns Inga hjálparsveitarskáta að vísa okkur frá tjaldsvæðinu sem var orðið fullt. Hann sendi okkur þess í stað á túnið á Meiðavöllum þar sem við tjölduðum meðal heimamanna. Jóí-Jones mætti einnig á svæðið og var vísað sömu leið.


Tónleikar Sigur-Rósar voru frábærir sem og gleðin sem stóð fram undir morgun fyrir utan tjaldið okkar. En við höfðum tjaldað afsíðis svo við fengjum frið ef lætin yrðu mikil. Svona dregst gleðin að sumum.
Daginn eftir kíktum við í Hljóðakletta og Svínadal ásamt Kidda og gistum á Daðastöðum.


Don-Indí lét þau orð falla að nú væri kominn tími á að hann gæfi sonardóttur sinni hjól þar sem hjólið hennar var ónýtt. Tækifærið var því gripið á hjólaútsölum í Hagkaupum eftir verlsunarmannahelgi. Fyrir valinu varð bleikt "Prinsessu" hjól sem Álfheiður fékk í fyrirfram afmælisgjöf frá afa og ömmu í Ljósó. En áður en náðist að prófa það almennilega og taka myndir brast enn ein helgin á og að þessu sinni með ættarmóti í Ystu-Vík.

Á ættarmótinu vor saman komnir afkomendur Hólmgríms og Margrétar, afa og ömmu Jónu. Ekki vantaði afþreyingu, en þarna var fiskað, farið á hestbak, Ystu-Víkurfjall klifið, varðeldur með gítarspili og söng og systrum Sigurðar afhent bréf og munir sem þeim tilheyrði af háaloftinu í Ystu-Vík.






Í vikunni gafst svo tími til að prófa nýja hjólið en það mátti ekki öllu muna því Álfheiður lagðist með flensu en er að braggast þegar þetta er ritað. Að lokum vil ég óska öllum til hamingju sem átt hafa afmæli að undanförnu en ekki fengið kveðjur frá okkur sökum óheyrilegrar bloggleti.

mánudagur, ágúst 14, 2006

Gerður litla gull á afmæli í dag

Elsku frænka.
Til hamingju með daginn. Vonandi verður hann góður og skemmtilegur og þú njótir hanns í botn.
Bestu kveðjur, frá Unni

fimmtudagur, ágúst 10, 2006

Birgir mágur kominn á sextugsaldurinn

Ég vek athygli fjölskyldunnar á því að Birgir mágur minn varð fimmtugur 21. júlí sl. og komst þannig í hóp okkar heldr.... eldri einstaklinganna sem viðeigandi virðingu hljóta meðal hinna yngri í fjölskyldunni. Birgir var "að heiman" þennan dag. Var staddur í fögrum fjallasölum S-Þýskalands með afmælisgjöfinni sem ég gaf honum fyrir margtlöngu, nefnilega systur minni elskulegastri, Unni Maríu. Birgir er mikilsmetinn meðal okkar fjölskyldumeðlima og er einn örfárra sem má skarta því að teljast Indí. Hann hefur auðvitað marga fjöruna sopið um æfina, en best finnst honum þó að súpa öl, smakka eðal viskí og lykta góð koníök.
Við óskum vini okkar hjartanlega til hamingju með áfangann og lyftum glasi honum til heiðurs líkt og "óþekktur" gerir hér að ofan.
Sall mágur!!!!
Jónki

miðvikudagur, ágúst 09, 2006

Hulda systir á afmæli í dag

Jæja enn er komið að 9. ágúst sem oft hefur skartað skemmtilegum viðburðum þegar systirin síkáta færist upp um ár í aldri. Til hamingju með daginn elsku systir.

Donni bró