sunnudagur, febrúar 17, 2008

Níkaragúamyndir!

Þau merkilegu tíðindi hafa gerst að ég er búin að birta myndir frá Níkaragúaferð la familia Jónsson á síðunni okkar. Það tók þrjár vikur að safna kjarki til að byrja á þessu og aðrar þrjár vikur að velja myndir, minnka þær, setja upp og skrifa texta. En nú er þessu verkefni loksins lokið. Myndirnar getið þið skoðað hér: http://www.simnet.is/mariage/0712.htm

Hafsteinn verður 4 ára næsta sunnudag (24.02.) og við verðum með hefðbundið kaffiboð klukkan þrjú. Þar sem við misstum af jólaboðinu erum við farin að sakna fjölskyldunnar ansi mikið, endilega látið sjá ykkur!


Já og litli frændi er yndisfríður!

föstudagur, febrúar 01, 2008

Erlu blogg

Sæl kæra fjölskylda.

Fyrir ykkur sem ekki vita þá erum við Erla (og fósturpabbi hennar Erlu, hann Jóhann) búin að vera á ferðalagi um Houston í vikunni útaf veikindum Erlu. Erla heldur úti bloggsíðu um ferðalagið og allt það er gengur á þessa dagana hjá henni og hjá okkur. Hvet ykkur öll til að kíkja á bloggið ef þið viljið fylgjast með. Eina sem þið þurfið að gera er að fara inn á www.erlasylvia.com

Kveðja,

Jonathan