föstudagur, janúar 11, 2008

Til hamingju afi

Hann elsku afi Óli hefði orðið 86 ára í dag ef honum hefði enst aldur. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að þann 25. mars nk. verði komin heil 10 (leiðrétt :)) ár frá því hann fór yfir móðuna miklu. Það sem tímanum nú líður ...

Elsku afi minn og elsku María frænka. Innilegar hamingjuóskir til ykkar beggja á afmælisdaginn, hvar sem þið megið vera.

2 Comments:

Blogger donnibro said...

Takk fyrir þessa færslu Jónatan minn og skemmtileg mynd. Pabbi ungur og glaður og lítil broshýr hnáta í forgrunni. Við skulum þó halda því til haga að nú eru að verða 10 ár síðan pabbi kvaddi.
Donni

13/1/08 11:53  
Blogger Jonni said...

Gott að fá þetta leiðrétt frændi enda ekki alveg svo langur tími liðinn. Ef það hefðu verið 20 ár þá hefði ég aðeins verið 10 ára þegar afi féll frá.

13/1/08 15:13  

Skrifa ummæli

<< Home