Gestur Diriangen 4 ára
Gestur orðinn 4 ára og finnst hann vera orðinn stórt barn en ekki lítið lengur. Í gær mældist hann 105 cm og er ekkert nema lappirnar. Á sunnudaginn héldum við afmælisveislu - 25 manns (bara sistkyni Saúl) og mikil stemming. Hún náði hámarki þegar börnin börðu í tætlur brúðu í fullri líkamsstærd sem troðin var út af sælgæti. Þetta yrði nú bannað í Svíþjóð... Video sjást á síðunni okkar og myndir líka. Takk fyrir stafabókina Hulda, nú segist Gestur loks vilja læra að lesa.
Eftir að íslenska fjölskyldan okkar fór heim talar Gestur mikið um að fara til Íslands og í öllum leikjum hjá honum er flogið eða siglt til Íslands. Mest langar hann að leika sér í snjó, en það verður bið á því. Ég reikna með að við mæðginin komum 1. júlí og Saúl þann 5. Hlakka til að hitta ykkur öll þá.
Kveðja úr sólinni (vaxandi hiti og ryk),
Gerður