Sorg, hamingja og tvöfalt afmæli
Komið þið sæl elsku fjölskylda.
Nú er aldeilis tilefni til bréfaskrifta, enda nóg búið að gerast síðustu vikur.
Í lok apríl fórum við fjölsyldan í nokkuð fyrirvaralausa heimför til Íslands og var erindið ekkert sérlega ánægjulegt. Amma hennar Erlu (mamma hans Runa) hún Guðrún er búin að berjast við krabbamein frá því í Apríl í fyrra. Hún hafði verið hress þangað til í byrjun árs en hafði hægt og rólega hrakað undanfarið svo tekin var ákvörðun um að fara heim og fylgja henni síðustu metrana. Hún lést á líknardeildinni í Kópavogi laugardaginn eftir að við komum, 72 ára að aldri. Jarðaförin var haldin í Hallgrímskirkju og heyrði ég hjá aðstandendum að um 500 manns hafi látið sjá sig í kirkjunni og uþb. 350 manns í erfðadrykkjunni.
Sama dag og jarðaförin var haldin átti Guðjón Ingi þriggja ára afmæli. Hann er að verða svo stór þessi elska. Því miður var ekki mikið um hátíðarhöld þann daginn svo ákveðið var að hittast í rólegheitum á sunnudeginum og klára kökurnar úr erfðadrykkjunni.
Seinna um kvöldið fórum við Erla svo í bíltúr niður í Gróttu sem hefur verið "okkar" staður frá því að við byrjuðum saman. Undirskrifaður ákvað að fara niður á skeljarnar og bað konunnar sem hann hefur haldið svo mikið upp á sl. 6 ár :) Hún sagði að sjálfsögðu já ....
Á mánudeginum fór svo Guðjón Ingi í flugferð austur til afa síns og Gurru ömmu á Egilstöðum og ætlar að vera þar fram á sunnudag og koma svo heim til Danmörku með Runólfi og Heiðrúnu. Við Erla hringdum í hann í gær og hann var svo upptekinn hjá afa sínum, nýbúinn að fá Latabæjar stígvél og svo þurfti að sinna Rán líka (Hundinum hans Guðjóns) því hún er svo hvolpafull ... ekkert smá gaman í sveitinni!
Eins og það hafi ekki verið nóg þá er ég sjálfur orðinn 30 ára í dag. Geri aðrir betur!! Afmælisgjöfin mín frá Erlu er ferð til Parísar og erum við að fara strax í fyrramálið (hvar er betra að halda upp á nýja trúlofun en í borg elskenda?).
Bið að heilsa öllum heima á Íslandi. Viva la France!!
Kveðjur frá Kaupmannahöfn.
Jonathan
8 Comments:
Takk fyrir þetta Jonathan minn. Ég vissa að aðalbloggarinn kæmi með eitthvað á síðuna. Svo leiðinlegt að kíka og ekkert nýtt.
Bestu hamingjuóskir á þessum merkisdegi og Guðjón fær líka hamingjuóskir. Ég var búin að vera gift í 10 ár á þínum aldri. Bráðlætið í gamla daga. Svo fáið þið Erla hamingjuóskir með trúlofunina og ég vona að þið njótið daganna í PARÍS.
Kveðja, Gerður frænka
Elsku Jonathan.
Bstu hamingjuóskir með það sem gleðilegt er í blogginu þínu og jafnframt samúðarkveðjur vegna fráfalls Guðrúnar, ömmu Erlu.
En gott er til þess að vita að þið fáið að spóka ykkur í þeim fallega mánuði maí (le joli mois de mai!)í París þó vorið hafið reyndar verið fyrr á ferðinni en oft áður og trén því búin að skarta sínu fegursta.
En París á samt ekki að valda neinum vonbrigðum svo njótið þess í botn að vera ung og nýtrúlofuð!
Þór biður fyrir kæra kveðju.
Hulda frænka.
Til hamingju Jónatha, Erla og Guðjón Ingi. Ég segi næstum eins og mamma, ég hefði verið búin að halda upp á 10 ára brúðkaupsafmæli þegar ég varð 30 ef ég hefði ekki verið búin að skilja! En ég mæli með ykkar aðferð.
Það verður örugglega frábært hjá ykkur í Paría, en passið að missa ekki af Eurovision undankeppninni - Eiríkur er 5 á svið!
Kær kveðja úr hitanum í Nicaragua.
Gerður frænka II
Til hamingju með daginn Jonathan og til hamingju með trúlofunina bæði tvö og soninn þriggja ára.
Ég var búin að skrifa þessa fínu færslu í gestabókina hans Guðjóns Inga, en hún hvarf. Þar var ég eitthvað að röfla um að það væri miklu flottara að vera þrítugur en 29 ára. Ég hlakka bara til á næsta ári!
Hafið það gott í París.
Cousine Marie
Elsku Jónathan Erla og Guðjón Ingi.
Innilegar samúðakveðjur vegna ömmu Erlu og til hamingju með soninn 3 ára og þú Jónathan minn með þín 30.
Og til hamingju með bónorðið. Ég bara þoldi ekki að lesa þetta, mátti stilla mig hér í vinnunni að fara ekki að hágráta. Æðislegt, en þið eruð ekki búin að ákveða daginn ?? eða kvað ?
Njótið Parísar, ástarkveðjur frá Unni frænku.
Elsku yndislegi sonur minn.Til hamingju með daginn í gær..30 ára elskan mín.Ég vona að þið Erla hafið átt góðann dag í gær.Og nú er það París í maí..bara yndislegt og yndislegur tími..Njótið dvalarinnar elskurnar mínar svo sjáumst við í sumar og vonandi að við getum átt einhvern tíma saman..Góða skemmtun og njótið þess að sytja á caffé og horfa á mannlífið..Kveðjur frá MOR
Hjartanlega til hamingu með afmælið og hnjábeygjuna frængdi þótt seint sé, enda hef ég ekki litið á bloggið lengi.
Við Biggi komum til Köben á morgun til að hlaupa með þér maraþon um helgina, líkt og við ræddum um áramótin, eða hefur það nokkuð breysts hjá þér?
Donni frængdi minn
Sæll Donni frængdi minn og Big-Indí.
Ég tek því miður ekki þátt í kapphlaupinu á morgun. Ég verð fjarri góðu gamni uppi í Valby Idrætspark þar sem ég tek þátt í annarskonar maraþoni, nefnilega 90 mínútna tuðrusparki fyrir hönd liðs míns FC Island.
Ykkur maraþonurunum er að sjálfsögðu velkomið að hringja í mig eftir hlaupið á morgun eða á mánudaginn ef þið viljið kíkja í kaffi og kökur.
Skrifa ummæli
<< Home