sunnudagur, febrúar 17, 2008

Níkaragúamyndir!

Þau merkilegu tíðindi hafa gerst að ég er búin að birta myndir frá Níkaragúaferð la familia Jónsson á síðunni okkar. Það tók þrjár vikur að safna kjarki til að byrja á þessu og aðrar þrjár vikur að velja myndir, minnka þær, setja upp og skrifa texta. En nú er þessu verkefni loksins lokið. Myndirnar getið þið skoðað hér: http://www.simnet.is/mariage/0712.htm

Hafsteinn verður 4 ára næsta sunnudag (24.02.) og við verðum með hefðbundið kaffiboð klukkan þrjú. Þar sem við misstum af jólaboðinu erum við farin að sakna fjölskyldunnar ansi mikið, endilega látið sjá ykkur!


Já og litli frændi er yndisfríður!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Frábært að skoða allar þessar myndir María. Þetta hefur verið mikil upplifun hjá ykkur stórfjölskyldunni.
Til hamingju með 4.ára afmælið Hafsteinn!

Kveðja, Jóna, Óli, Álfheiður Una og Guðrún Lilja

19/2/08 01:14  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er aldeilis frábært framtak hjá þér María mín. Ég er enn að skoða og lesa, upptekin kona sem tek þetta í skömmtun.
Mjög skemmtilegt að fá svona góða yfirsýn á ferðalagið.
Ég ætla rétt að vona að ég muni eftir að koma í afmælið á sunnudaginn. Það er svo mikið að gera félagslífinu allar helgar núna að það nær engum áttum.
Sjáumst á sunnudag.
Hulda frænka.

21/2/08 22:28  

Skrifa ummæli

<< Home