mánudagur, maí 14, 2007

Gestur heim af spitalanum

Gestur var lagdur inn a spitala her i Managua a fostudaginn med byrjandi lungnabolgu og farinn ad thorna upp. Hann var med mjog mikinn hita og ogurlega slappur. Hann hresstist fljott vid oll lyfin sem hann fekk, vokva, bolgueydandi og syklalyf i aed, innondunarlyf og eg veit ekki hvad. I dag, manudag, fekk hann ad fara heim en verdur a lyfjum naestu 3 manudi. Vid thurfum ad passa vel upp a hann svo hann verdi ekki alltaf veikur, segir laeknirinn. Hann er hress og katur en ottaleg mattlitill og fljotur ad threytast. Thad erfidasta verdur orugglega ad hann ma ekki fara i sundlaugina sina i manud og alls ekki vera alsber. Veit ekki hvernig thad a ad ganga upp.

Thad var undarleg reynsla ad vera a einkaspitalan - allt kostar, en thjonustan er eins og a besta hoteli. Svo borgar tryggingin sem vinnan keypti fyrir mig.

En nu er Saul veikur. Eg sendi hann heim af spitalanum i gaer thvi hann var svo slappur (thvert gegn vilja minum hef eg tamid mer hardneskju modur minnar i gard sjuklinga) en hann kom a bradavaktina um kvoldid med 39,7 stiga hita. Hann er med bronkitis og fullt af lyfjum til ad taka. Eg get thvi ekki skild Gest eftir hja honum eins og til stod, en tharf ad sinna tveimur sjuklingum heima! Ekki spennandi. Spitalamyndir a gdg.barnaland.is

Kaer kvedja ur brennandi sol og 36 stiga hita, hosta og kvefi,

Gerur og co.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ÆÆÆ, Gerður mín, hvað er að heyra þetta! Það á ekki af ykkur að ganga! Bara að þú veikist ekki líka, allt er þá þrennt er eins og þar segir!!!
Þvert gegn vilja mínum er ég með miður uppörvandi tal!!!
Ég held við séum öll svona systkinin gagnvart veikindum. Bara alin upp við að maður er ekki með neinn aumingjagang. Verður virkilega að vera innistæða fyrir því!!!
En gangi þér vel Gerður mín að sinna þínum og vonandi batnar þeim sem fyrst og vertu soldið góð við þá!
Kveðja.
Hulda frænka

15/5/07 17:31  
Blogger Jonni said...

Vonandi eru allir að verða hressir af þessari pest. Það er víst ekkert grín að fá lungnabólgu.

Hafið það gott.

Kveðja,

Jonathan frændi

15/5/07 21:26  
Anonymous Nafnlaus said...

Óttalegt er að heyra þetta Gerður mín. Vona að kallarnir þínir hressist fljótt. Verst með að Gestur litli komist ekki í laugina sína, en það skiptir öllu máli að ná sér fyrst.
Kær kveðja,
Unnur frænka

16/5/07 15:16  

Skrifa ummæli

<< Home