föstudagur, ágúst 18, 2006

Sumarið í hnotskurn

Jæja þá er komið að daglegum.... nei vikulegum... mánaðarlegum... humm, það er kannski einhverjir dagar á milli. Þegar fréttist síðast af okkur Eyfirðingunum þá komum við á ættarsamkomu afkomenda Ólafs og Margrétar í Akurgerði. Don-Indí hefur gert því góð skil.


Við héldum af Akurgerðis-mótinu á annað ættarmót í Sandgerði. Þar var sopið, sungið og trallað eins og suðurnesja-mönnum sæmir. Þá tók við 2 vikna Spánarreisa á Torre La Horadada. Þar lifðum við eins og blóm í eggi í yndislegum rólegheita smábæ sem er nánast laus við það sem kalla mætti Euro-túrisma. Þar sem bærinn einkenndist af Spánverjum í sumarfríi. Allt í einu voru spænskar orða- og frasabækur orðnar nauðsynlegar þar sem varla fannst sá starfsmaður í verslun eða matsölustað sem kunni stakt orð í Ensku. Þetta þótti okkur voðalega notalegt. Það þurfti þó ekki annað en að ganga um 1 km. til norðurs til að stendurnar fylltust að næpuhvítum, ljóshærðum eða rauðhærðum Norðurevrópubúum með tilheyrandi túrisma-skrumi.



Helgina eftir að við komum heim var framkvæmdahelgi á ættaróðali Jónu, Ystu-Vík. Þar var áratugauppsafn af rusli og gersemum týnt ofan af háalofti. Að því loknu var gömlu heyi og viðarkurli skipt út fyrir nýtísku steinull. Þetta tók nú á taugarnar hjá Sigurði bónda enda annálaður fylgismaður andhendistefnunnar. En þegar þetta var afstaðið var ekki laust við að hann væri bara sæmilega sáttur.

Nú rann verslunarmannahelgin í garð og Don-Indí gerði sér dagamun og skrapp norður yfir heiðar til að hitta afkomendur sína. Jóna var skilin eftir á Akureyri og látin vinna við afgreiðslustörf eins og sæmir um verslunarmannahelgi. Don-Indí, Óli og Álfheiður héldu á vit ævintýrana austur í Öxarfjörð. Þar átti að tjalda í Ásbyrgi og hlýða á Sigur-Rósar tónleika.


Eitthvað vorum við sein fyrir því að þegar við komum á svæðið kom það í hlut Kristjáns Inga hjálparsveitarskáta að vísa okkur frá tjaldsvæðinu sem var orðið fullt. Hann sendi okkur þess í stað á túnið á Meiðavöllum þar sem við tjölduðum meðal heimamanna. Jóí-Jones mætti einnig á svæðið og var vísað sömu leið.


Tónleikar Sigur-Rósar voru frábærir sem og gleðin sem stóð fram undir morgun fyrir utan tjaldið okkar. En við höfðum tjaldað afsíðis svo við fengjum frið ef lætin yrðu mikil. Svona dregst gleðin að sumum.
Daginn eftir kíktum við í Hljóðakletta og Svínadal ásamt Kidda og gistum á Daðastöðum.


Don-Indí lét þau orð falla að nú væri kominn tími á að hann gæfi sonardóttur sinni hjól þar sem hjólið hennar var ónýtt. Tækifærið var því gripið á hjólaútsölum í Hagkaupum eftir verlsunarmannahelgi. Fyrir valinu varð bleikt "Prinsessu" hjól sem Álfheiður fékk í fyrirfram afmælisgjöf frá afa og ömmu í Ljósó. En áður en náðist að prófa það almennilega og taka myndir brast enn ein helgin á og að þessu sinni með ættarmóti í Ystu-Vík.

Á ættarmótinu vor saman komnir afkomendur Hólmgríms og Margrétar, afa og ömmu Jónu. Ekki vantaði afþreyingu, en þarna var fiskað, farið á hestbak, Ystu-Víkurfjall klifið, varðeldur með gítarspili og söng og systrum Sigurðar afhent bréf og munir sem þeim tilheyrði af háaloftinu í Ystu-Vík.






Í vikunni gafst svo tími til að prófa nýja hjólið en það mátti ekki öllu muna því Álfheiður lagðist með flensu en er að braggast þegar þetta er ritað. Að lokum vil ég óska öllum til hamingju sem átt hafa afmæli að undanförnu en ekki fengið kveðjur frá okkur sökum óheyrilegrar bloggleti.

6 Comments:

Blogger Donni said...

Skemmtileg saga að tarna hjá ykkur og þið hafið frá mörgu að segja eftir ferðir og samkomur sumarsins. Verslunarmannahelgin var ákaflega ánægjuleg fyrir mig og vert að þakka fyrir það. Hún tekur sig vel út á hjólinu afastelpan mín.
Góðar kveðjur norður úr Ljósó.
Don-Indí

19/8/06 02:36  
Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að þessu Óli minn..og skemmtilegar myndir af ykkur.
BESTU KVEÐJUR NORÐUR TIL YKKAR
Helga frænke

21/8/06 13:02  
Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að lesa þetta hjá þér Óli minn og skemmtilegt að hafa myndir með. Já, afastelpan er fín á hjólinu.
Þið hafið annars aldeilis verið dugleg að rækta ættartengsl í sumar!!!
Hver veit nema ég skrifi sumarpistil er heim kemur að nokkrum dögum liðnum!
Bestu kveðjur til ykkar allra
Hulda frænka

22/8/06 15:28  
Blogger Unnur María Ólafsdóttir said...

Hola !!!
Segi sama og hin, skemmtilegur pistill hjá þér Óli minn. Svona á þetta að vera. Við Linda vorum að koma úr okkar árlegu viku sólarferð. Að þessu sinni frá Mallorca. Fékk aðeins að spreyta mig í spænskunni en mest þó í þýskunni. Bestu kveðjur til ykkar fyrir norðan.
Unnur frænka

24/8/06 13:04  
Blogger Súsanna Margrét said...

Takk fyrir pistilinn frændi - þetta geturðu! Er hárprúði maðurinn virkilega KIJ? Engin Hróarskelda næsta ár, Kiddi minn, nú þarf að fara að láta sjá sig meðal frændsystkina!

27/8/06 12:23  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég þarf að tékka á þessum spænska stað.
María

1/9/06 13:50  

Skrifa ummæli

<< Home