mánudagur, febrúar 27, 2006

Öskudagur

Í gær fór Guðjón Ingi á sitt fyrsta öskuball. Ballið fór fram á Solbakken, sem er hérna ekki svo langt í burtu (þar sem runi og Heiðrún eiga heima). Stór hópur af íslenskum, dönskum og færeyskum börnum var þar kominn saman til að lemja köttinn úr tunnunni. Guðjón Ingi fór auðvitað í líki besta bangsans síns, Berta ljóns. Svo var haldin vegleg kökukeppni (sem Heiðrún vann með yfirburðum!) og þar næst búningakeppni. Skemmtu sér allir konunglega og sumir örugglega farnir að hlakka til næsta árs :)

Á myndinni má sjá Ástþór Inga "Spiderman", Guðjón Inga "Snuddu-ljón" og Kristján Daða áður en haldið var á ballið :)

3 Comments:

Blogger Jonni said...

haha ... Svarthvíta hetjan mín kannski?

Endilega að setja inn myndir af því ;)

28/2/06 11:11  
Blogger Donni said...

Gaman að sjá þessa mynd af elsku litla frængdaa mínum.
Ég spjallaði við Álfheiði í myndsímanum í gærkvöldi og hún fór í Sollu stirðu búninginn sem hún ætlar að skarta í dag og tók nokkrar æfingar fyrir afa sinn, splitt og hopp. Reyndar svolítið heitt undir þessari miklu bleiku hárkollu en yndsleg.

1/3/06 09:45  
Blogger Unnur María Ólafsdóttir said...

Vá flottir kallar - ljós og spiderman. Gaman að þessu Jónathan minn. Bestu kveðjur.

1/3/06 14:27  

Skrifa ummæli

<< Home